Um okkur

Háskólabíó er ráðstefnu- og menningarmiðstöð sem býður upp á fyrsta flokks aðstöðu fyrir ýmiss konar viðburði, ráðstefnur og fundi. Húsið er búið sölum sérsniðnum að fundum og fyrirlestrum með fullkomnu hljóð- og myndkerfi.

Háskólabíó er í nokkurra mínútna göngufæri frá miðborg Reykjavíkur þar sem sækja má alla helstu þjónustu s.s. hótel, veitingastaði, verslanir, söfn og samgöngur. Í miðbænum er einnig hægt að nálgast skipulagðar skoðunarferðir um óviðjafnanlega náttúru Íslands.

Metnaðarfullt og vel þjálfað starfsfólk okkar sér til þess að allt fari vel fram og við reynum ávallt að koma til móts við þarfir ráðstefnugesta. Það er okkar markmið að þinn viðburður sé vel heppnaður og skili árangri.

Verið velkomin, við tökum vel á móti ykkur!