JIMMY CARR - FUNNY BUSINESS

Jimmy Carr er breskur uppistandari, sjónvarpsmaður og leikari sem er þekktastur fyrir óviðjafnanlegan hlátur, hárfínan, kolsvartan húmor og vafasama brandara. Í síðustu ferð sinni til Íslands seldist upp á fjórar sýningar Carrs á örskotsstundu, mun færri komust að en vildu og áhorfendur lágu bókstaflega í hláturkrampa undir uppistandinu.

Jimmy hefur verið lýst sem mesta vinnuþjarknum í uppistandsbransanum. Sem er, þegar maður horfist í augu við staðreyndir, ekkert stórkostlegt afrek. Það er svolítið eins og að vera “hávaxnasti dvergurinn” eða “Heilbrigðasti Glasgowbúinn”. Sem sagt, ekkert frábært.

Nú ætlar Carr að kæta Íslendinga með brakandi ferskum bröndurum í glænýrri sýningu: Funny Business.

Einungis 800 miðar eru í boði á þessa sýningu í Háskólabíói 5. mars og aðeins er um eitt gott miðaverð að ræða: 6.990 kr. Eingöngu er selt í númeruð sæti. 

Dagsetning og tími

05. mar kl. 20:00

Verð

6990 kr.

Salur

STÓRI SALUR