Stóri salur

Stóri salur er stærsti salurinn sem við bjóðum upp á. Salurinn tekur 970 manns í sæti en gengið er inn í salinn fyrir miðju. Gott hjólastólaaðgengi og frábær aðstaða fyrir tæknimenn. Sviðið er á tveimur pöllum og er 100 m². Hallandi gólf veitir gestum okkar bestu aðstæður til að fylgjast með fyrirlesurum og myndefni á tjaldi. Felliborð og rafmagnstenglar eru við öll sæti.

Meðal þeirra viðburða sem hafa verið settir upp í Stóra sal eru Söngvakeppni sjónvarpsins, Hlustendaverðlaun 975, LEGO tækni- og hönnunarkeppni grunnskólanema og fjöldinn allur af tónleikum og ráðstefnum. 

  • 970 sæti
  • Hallandi gólf
  • Felliborð og rafmagnstenglar við öll sæti
  • 100 m² svið á tveimur pöllum
  • Gott hjólastólaaðgengi
  • Frábær aðstaða fyrir tæknimenn