Aðstaðan

Háskólabíó býður upp á fyrsta flokks aðstöðu fyrir viðburði af öllum stærðum og gerðum. Þráðlaus nettenging er í öllum sölum ásamt fullkomnum tækjabúnaði sem hentar fyrir allar tegundir kynninga.

Í anddyri Háskólabíós er 1000 m² sýninga- og kynningaraðstaða sem einnig hentar vel til léttra veitinga í fundarhléum. Gott aðgengi er fyrir fatlaða í öllu húsinu. 700 bílastæði eru umhverfis bygginguna.

Handan götunnar er 4 stjörnu hótel, Radisson SAS Hótel Saga, með 209 herbergjum og svítum, matsölum, börum og setustofu. Að auki er fjöldi fyrsta flokks hótela í miðborginni í göngufæri við Háskólabíó.

Í Háskólabíó eru 6 misstórir salir sér-hannaðir fyrir fundi og fyrirlestra. Minnsti salurinn er 23 sæta en sá stærsti 970 sæta. Húsið tekur í allt 1.795 gesti en hægt er að stækka aðstöðuna með því að nýta rými í öðrum  byggingum Háskólans á svæðinu.

Í öllum sölunum eru þægileg sæti með felliborðum og rafmagnstenglum fyrir fartölvur. Hallandi gólf veitir gestum okkar bestu aðstæður til að fylgjast með fyrirlesurum og myndefni á tjaldi.