Hillsong - tónleikar í Háskólabíó

Hillsong London mun halda frábæra tónleika í Háskólabíó þann 13. október.
Þetta er fyrsti viðburður Hillsong sem haldinn hefur verið á Íslandi.
Hillsong er alþjóðleg hreyfing sem staðsetur sig á þverskurði kristindóms og menningar og eru stofnendur hreyfingarinnar hjónin Brian og Bobbie Houston. 
Brian Houston stofnaði fyrstu kirkju Hillsong í Sydney í Ástralíu árið 1983 og hafa síðan þá risið upp Hillsong kirkjur um allan heim. Tónlist er eitt aðalsmerki Hillsong og í hverri viku er áætlað að Hillsong tónlist sé sungin og leikin af um það bil 50 milljón manns á 60 tungumálum.
Síðan 1992 hefur Hillsong hreyfingin gefið út 24 hljómplötur með meira en 275 lögum og er árlega gefin út ný plata. Nýjasta plata Hillsong heitir “Let There Be Light” og er hún samvinnuverkefni frá öllum kirkjum Hillsong í heiminum.
 
Þetta er viðburður sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
 
Miðaverð:
Svæði A:   6.990 kr.
Svæði B:   4.990 kr.

Dagsetning og tími

13. okt kl. 20:30

Verð

4990 kr.