Dylan Moran - Dr. Cosmos

Dylan Moran hefur tilkynnt splunkunýjan gríntúr, Dr. Cosmos, og mun hann stoppa á tæplega 50 stöðum í Bretlandi áður en hann leggur undir sig Evrópu.  

Moran mun enn og aftur bjóða upp á sitt einstaka viðhorf til ástar, stjórnmála, eymdar og fáranleika daglega lífsins. Allt verður þetta framreitt af þeim skáldlega glæsibrag sem hefur gert Dylan Moran að einum besta uppistandara heims. 

Moran hefur verið kallaður Oscar Wilde grínsins og hans margfrægi stíll - svipbrigðalaus, hnyttin og ljóðrænn - tryggir að ferðalagið í gegnum hans túlkanir á veröldinni, þar sem klisjur eru beygðar til að gefa okkar eigin undarlegheitum á kjaftinn, verður með öllu ógleymanlegt. 

Um 800 miðar eru í boði, eingöngu er selt í númerið sætu og miðaverð er aðeins 6.990 kr. 

------------------------------------------------

Dylan Moran er uppistandari, leikari og rithöfundur sem árið 1996 varð yngsti einstaklingurinn frá upphafi til að vinna hin virtu Perrier verðlaun á Endinburgh Fringe hátíðinni.

Í kjölfarið skrifaði hann og lék í Black Books sem hlaut tvenn BAFTA verðlaun. Hann varp svo þekktur um allan heim fyrir hlutverk sín kvikmyndum á borð við Notting HillShaun of the Dead og Run Fatboy Run. Moran hefur túrað allan heiminn mörgum sinnum, og slegið í gegn í öllum heimshornum allt frá Kazakhstan, og Úkraínu til gjörvallra Bandaríkjanna.

 

**** “Trumping Shakespeare, he reduces life to four ages: “Child, failure, old and dead”. Faced with one-liners as killing as that the world suddenly seems a better place.” - The Telegraph

**** “His comedy takes on an existential dimension, as tubby, nicotine-starved, emasculated Moran comes to represent the struggles we all wage for meaning and connection” - The Guardian

*** “High-octane riffs from Irish master of grumpiness...spellbinding” - Evening Standard

Umsjón: Sena Live

Sjá mynd af sal hér

Date and time

08. Mar

Price

6990 kr.