Magnús Þór: 70 ára afmælistónleikar

Lagahöfundurinn og textaskáldið Magnús Þór Sigmundsson fagnar um þessar mundir 70 ára afmæli og ætlar að halda upp á það með glæsilegum tónleikum í Háskólabíó 15. nóvember.

Þar fær hann til sín mikið af góðum vinum sem eiga það sameiginlegt að hafa sungið lögin hans inn í hjörtu þjóðarinnar. Þar má nefna Pál Óskar, Ragnheiði Gröndal, Jónas Sig, Þórunni Antóníu, Jóhann Helgason, Sverrir Bergmann og Fjallabræður.

Afmælistónleikarnir verða jafnframt útgáfutónleikar nýrrar plötu sem ber nafnið Garðurinn minn og Magnús vann í samstarfi með hljómsveitinni Árstíðum og munu þeir flytja nokkur lög af þeirri plötu. Á tónleikunum verður hægt fá nýju plötuna og áður útkomnar plötur áritaðar af Magnúsi og hljómsveitinni Árstíðum.

Ekki láta þessa einstöku tónleika framhjá ykkur fara, komið og fagnið með einum af ástsælasta tónlistarmanni þjóðarinnar

Dagsetning og tími

15. nóv kl. 20:00

Verð

7990 kr.