Fjallakvöld 66°Norður

Þann 21. febrúar, kl. 20, mun 66°Norður standa fyrir fyrirlestri um fjallamennsku í Háskólabíó.

Fram koma:

  • Stefan Glowacz - From the Arctic to the Orient.

Stefan er einn fremsti fjallamaður heims og starfar náið með GORE-TEX við prófun og þróun efna. Í fyrirlestri sínum mun Stefan segja frá leiðangri sínum á Sam Ford Fjord á Baffin Island, göngu á hæsta fjall Malasíu, Mount Kinabalu, og þegar hann kleif „Into the light“ sem er ein erfiðata klifurleið sem þekkist og er í hellinum Madschlis al Dschinn. 

Hægt er að kynna sér Stefan frekar hér.

  • Elísabet Margeirsdóttir - Hlaup á fjöllum.

Elísabet er fremsta fjallahlaupakona landsins og mun segja frá hlaupum sínum hér á landi sem og erlendis. Hún kláraði meðal annars Tor des Géants hlaupið um Aosta dalinn á Ítalíu í september en það var 340 km langt með 25.000 metra samanlagðri hækkun. 

  • Tómas Guðbjartsson - Haute Route, yfir Alpana á fjallaskíðum.

Tómas er hjartaskurðlæknir og reyndur fjallgöngumaður sem jafnframt er einn af forsprökkum Félags íslenskra fjallalækna (FÍFL). Hann mun segja frá fjallaskíðaferð FÍFL yfir mikilfenglegasta hluta Alpanna í máli og myndum.

Date and time

21. Feb at 20:00

Price

1000 kr.