Ari Eldjárn: Áramótaskop

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við tveimur aukasýningum, þær verða þann 27.des kl 19:00 og 21:30! 
ATH aðrar tímasetningar heldur en hina dagana!

Ari Eldjárn snýr aftur á stóra sviðið í Háskólabíói til að gera upp árið 2017 í sprenghlægilegri uppistandssýningu sem ber heitið Áramótaskop.

Þetta er annað árið sem hann heldur áramótasýningu af þessu tagi en í fyrra seldust heilar fjórar sýningar upp og mættu tæplega 4000 manns til að kveðja gamla árið með hlátrasköllum.

Ari er fyrir löngu orðinn einn allra vinsælasti uppistandari þjóðarinnar og hefur í fjórgang tekið þátt í að skrifa Áramótaskaup Sjónvarpsins. Þá fékk sýning hans “Pardon My Icelandic” frábæra dóma á Fringe hátíðinni í Edinborg og var sýnd þar fyrir fullu húsi og síðan tekin upp af Soho Theatre í London.

Á sýningunni verður víða komið við og hið undarlega ár 2017 verður að sjálfsögðu í forgrunni. Eftir hlé fá sýningargestir tækifæri til að hafa áhrif á gang mála þar sem Ari bregst við þeim í „uppistandi með frjálsri aðferð“. Hver og ein sýning verður einstök og áherslan verður lögð á að kveðja árið með eftirminnilegum hætti.

Ekki missa af þessu einstaka Áramótaskopi!

Date and time

27.-30. Dec

Price

5900 kr.